Þrátt fyrir að Aserbaísjan sé menningarlega gjörólíkt Íslandi þá hafa fyrstu kynni þeirra íslensku fjölmiðlamanna sem hér eru í Bakú verið virkilega góð.
Sama heyrist frá starfsliði og leikmönnum Íslands en Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari hóf fréttamannafund í dag á að tala vel um Bakú og minntist sérstaklega á fegurð borgarinnar.
Óhætt er að segja að borgin sé mjög fjölbreytt, byggingarnar ólíkar og hér megi finna blöndu úr ýmsum áttum.
Sama heyrist frá starfsliði og leikmönnum Íslands en Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari hóf fréttamannafund í dag á að tala vel um Bakú og minntist sérstaklega á fegurð borgarinnar.
Óhætt er að segja að borgin sé mjög fjölbreytt, byggingarnar ólíkar og hér megi finna blöndu úr ýmsum áttum.
Um 90% íbúa Aserbaídjan eru sjíamúslimar en þó eru engin opinber trúarbrögð skilgreind í stjórnarskrá landsins.
Við hlið fréttamannaaðstöðunnar á Neftci leikvangnum, þar sem Ísland og Aserbaísjan mætast á morgun er sérstakt bænaherbergi sem fjölmiðlamenn geta notað.
Einhverjir heimamenn munu leggjast á bæn um sigur Asera á morgun en leikurinn er þó mun mikilvægari fyrir Ísland, til að halda HM draumum okkar liðs á lífi.
Athugasemdir



