Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
   mið 12. nóvember 2025 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Muhamed Alghoul, leikmaður Keflavíkur, hefur verið kallaður inn í palestínska landsliðið.Palestína á leik fyrir höndum gegn Líbíu þann 25. nóvember í FIFA Arab Cup. Liðið sem vinnur leikinn fer í lokakeppnina sem spiluð verður í Katar í desember.

Mua, eins og hann er kallaður, sem fæddur er í Króatíu en er með palestínskan ríkisborgararétt. Ef hann kemur við sögu gegn Líbíu verður það hans fyrsti landsleikur.

Hann er 29 ára sóknarsinnaður miðjumaður/kantmaður sem var fulltrúi Keflavíkur í liði ársins í Lengjudeildinni. Keflavík fór upp í Bestu deildina eftir að hafa unnið umspilið. Hann skoraði sjö mörk á tímabilinu og lagði upp enn fleiri.

Hann kom fyrst til Breiðabliks í sumarglugganum 2023, lék í Króatíu í fyrra en sneri svo aftur til Keflavíkur.


Athugasemdir
banner
banner
banner