banner
   sun 15. desember 2019 10:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Haaland sagði við Solskjær að United væri fyrsti kostur
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sunnudagsslúðrið í knattspyrnuheiminum tekið saman af BBC.



Erling Braut Haaland (19) hefur sagt samlanda sínum, Ole Gunnar Solskjær, að Manchester United sé efst á blaði ef hann yfirgefur Salzburg í janúar. (Star)

Barcelona bíður eftir ákvörðun Pep Guardiola, stjóra City. Sögusagnir eru um að Guardiola gæti yfirgefið City eftir leiktíðina. (Express)

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, er talinn ofarlega á blaði hjá City ef Guardiola fer eftir leiktíðina. (Sun)

Stjórar sem hafa komið til greina sem næsti stjóri Arsenal eru hikandi vegna slæms gengis félagsins á félagaskiptamarkaðnum. (Express)

City, United, Liverpool og Chelsea berjast öll um Jadon Sancho (19) vængmann Dortmund og enska landsliðsins. Sancho er talinn kosta um 90 milljónir punda. (Sun)

Manuel Pellegrini, stjóri West Ham, er ekki öruggur í starfi þrátt fyrir sigur gegn Southampton í gær. David Moyes er talinn líklegur til að taka við. (Star)

Chelsea vill fá 25 milljónir punda fyrir Marcos Alonso. (Calciomercato)

United skoðar Dries Mertens (32) framherja Napoli. (Tuttomercato)

United er einnig að skoða tvo Argentínumenn. Lautaro Martinez (22) framherja Inter og Leandro Paredes (25) miðjumann PSG. Samtals eru þeir taldir kosta um 120 milljónir punda. (Mirror)

N'Golo Kante (28) miðjumaður Chelsea vill fara frá félaginu eftir leiktíðina. (Eldesmarque)

Sander Berge (21) miðjumaður Genk, segist vera með hausinn á réttum stað þrátt fyrir áhuga Liverpool á sér. (Mirror)

Forseti Barcelona, Josep Maria Bartomeu, ætlar að senda formlega kvörtun til spænska knattspyrnusambandsins eftir að Barcelona var neitað um vítaspyrnu í 2-2 jaftnefli gegn Real Sociedad í gær. (Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner