sun 15. desember 2019 11:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikur Arsenal og City ekki sýndur í Kína vegna ummæla Özil
Mynd: Getty Images
Í síðustu viku tjáði Mesut Özil, leikmaður Arsenal, sig um málefni í Xianjiang hérað í Kína.

Özil gangrýndi múslima harðlega fyrir aðgerðaleysi gagnvart ofsóknum Kínverja í garð Uighur þjóðflokksins í héraðinu.

Özil gagnrýnir múslima vegna ofsókna - Arsenal heldur sig í fjarlægð

Kínverjar hafa ákveðið að sýna ekki frá leik Arsenal og Manchester City sem fer fram klukkan 16:30 á íslenskum tíma í dag.

Ummæli Özil eru sögð óásættanleg og særðu tilfinningar aðdáenda ensku knattspyrnunnar í Kína.


Athugasemdir
banner
banner