Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
banner
   sun 15. desember 2019 22:05
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Courtois skoraði næstum í jafntefli Real
Valencia 1 - 1 Real Madrid
1-0 Carlos Soler ('78)
1-1 Karim Benzema ('95)

Valencia tók á móti Real Madrid í síðasta leik kvöldsins í La Liga. Gestirnir frá Madríd gátu tekið toppsætið af Barcelona með sigri.

Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleik og tóku heimamenn forystuna á 78. mínútu.

Carlos Soler skoraði þá auðvelt mark eftir góða sendingu frá Daniel Wass.

Gestirnir náðu ekki að svara með marki þar til á lokasekúndunum. Thibaut Courtois var þá mættur í vítateig andstæðinganna og vann hann skallabolta í vítateignum. Jaume Domenech tókst ekki að handsama knöttinn heldur varði hann út í teiginn þar sem Karim Benzema tókst að pota inn dramatísku jöfnunarmarki.

Real er því jafn Barca á stigum en vermir annað sætið útaf markatölu. Valencia er einu stigi frá Evrópusæti og þremur stigum frá Meistaradeild.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 10 9 0 1 22 10 +12 27
2 Barcelona 10 7 1 2 25 12 +13 22
3 Villarreal 10 6 2 2 18 10 +8 20
4 Atletico Madrid 10 5 4 1 18 10 +8 19
5 Espanyol 10 5 3 2 14 11 +3 18
6 Betis 10 4 4 2 15 12 +3 16
7 Elche 10 3 5 2 11 10 +1 14
8 Vallecano 10 4 2 4 12 10 +2 14
9 Athletic 10 4 2 4 9 10 -1 14
10 Getafe 10 4 2 4 10 12 -2 14
11 Sevilla 10 4 1 5 17 16 +1 13
12 Alaves 10 3 3 4 9 9 0 12
13 Celta 10 1 7 2 11 13 -2 10
14 Osasuna 10 3 1 6 9 12 -3 10
15 Levante 10 2 3 5 14 18 -4 9
16 Mallorca 10 2 3 5 11 15 -4 9
17 Real Sociedad 10 2 3 5 10 14 -4 9
18 Valencia 10 2 3 5 10 16 -6 9
19 Girona 10 1 4 5 9 22 -13 7
20 Oviedo 10 2 1 7 7 19 -12 7
Athugasemdir
banner