Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 15. desember 2019 17:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spánn: Fimm af sex liðum skoruðu tvö mörk
Iago Aspas (til hægri) skoraði mark fyrir Celta Vigo í dag.
Iago Aspas (til hægri) skoraði mark fyrir Celta Vigo í dag.
Mynd: Getty Images
Þremur leikjum er lokið í spænsku La Liga, dagksráin hófst með leik Getafe og Valladolid.

Heimamenn í Getafe skoruðu einu tvö mörk leiksins og eru því komnir í Meistaradeildarsæti. Klukkan 13:00 hófst svo viðureign Celta og Mallorca sem endaði með 2-2 jafntefi.

Leikurinn sem hófst klukkan 15:00, viðureign Espanyol og Betis, endaði einnig með 2-2 jafntefli. Fimm af sex liðum sem leikið hafa í dag hafa því skorað tvö mörk.

Klukkan 17:30 hefst leikur Sevilla og Villareal, klukkan 20:00 fer svo fram stórleikur þegar Real Madrid heimsækir Valencia.

Celta 2 - 2 Mallorca
1-0 Rafinha ('20 )
1-1 Salva Sevilla ('33 , víti)
2-1 Iago Aspas ('50 , víti)
2-2 Ante Budimir ('83 )
Rautt spjald: Antonio Raillo, Mallorca ('78)

Espanyol 2 - 2 Betis
0-1 Borja Iglesias ('4 )
1-1 Sergi Darder ('19 )
2-1 Bernardo Espinosa ('41 )
2-2 Marc Bartra ('67 )

Getafe 2 - 0 Valladolid
1-0 Marc Cucurella ('36 )
2-0 Angel Rodriguez ('82 )
Athugasemdir
banner
banner