Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. janúar 2022 11:05
Brynjar Ingi Erluson
Jagielka semur við Stoke (Staðfest) - Rooney brjálaður
Phil Jagielka er mættur til Stoke frá Derby
Phil Jagielka er mættur til Stoke frá Derby
Mynd: Stoke City
Enski varnarmaðurinn Phil Jagielka hefur gert samning við enska B-deildarfélagið Stoke City út þessa leiktíð en hann kemur á frjálsri sölu frá Derby County.

Jagielka, sem er 39 ára gamall, á farsælan feril að baki með liðum á borð við Sheffield United og Everton, áður en hann samdi við Derby í ágúst.

Hann gerði þá samning fram í janúar. Wayne Rooney, stjóri Derby, vildi framlengja samning hans og virtist það allt klappað og klárt áður en félagið var sett í félagaskiptabann.

Fjárhagsstaða félagsins er slæm og hefur félagið rúmar tvær vikur til þess að leysa þau vandræði annars á það á hættu að vera rekið úr B-deildinni.

Rooneye fékk ekki ósk sína uppfyllta og yfirgaf Jagileka félagið en hann er nú búinn að semja við Stoke City út þessa leiktíð.

Stoke er í 10. sæti B-deildarinnar með 35 stig á meðan Derby er í næst neðsta sæti með 14 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner