Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 16. apríl 2021 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Íslendingalið Esbjerg fékk skell gegn toppliðinu
Ólafur Kristjánsson er þjálfari Esbjerg.
Ólafur Kristjánsson er þjálfari Esbjerg.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Íslendingalið Esbjerg fékk skell í dönsku B-deildinni í dag þegar þeir heimsóttu Viborg.

Esbjerg, sem leikur undir stjórn Ólafs Kristjánssonar, lenti 1-0 undir á 16. mínútu og var staðan 2-0 í hálfleik.

Esbjerg missti mann af velli um miðbik seinni hálfleiks með tvö gul spjöld og þar með rautt. Í kjöfarið á því skoraði Viborg tvö mörk til viðbótar og lokatölur 4-0.

Andri Rúnar Bjarnason var ónotaður varamaður hjá Esbjerg og Kjartan Henry Finnbogason er að glíma við meiðsli.

Esbjerg er í þriðja sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Silkeborg í öðru sæti. Viborg er á toppnum með þægilegt forskot en Silkeborg á leik til góða á Esbjerg sem á sjö leiki eftir í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner