Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir er öflugur vinstri bakvörður sem hefur vakið athygli fyrir öfluga frammistöðu með FH undanfarin ár. Í ár mun hún leika listir sínar með Fimleikafélaginu í Bestu deildinni.
Sunneva lék í yngri flokkunum með ÍR og Selfossi og steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með síðarnefnda félaginu. Hún spilaði svo með Hamri í Hveragerði áður en hún færði sig yfir í Hafnarfjörðinn fyrir tímabilið 2021. Í dag sýnir Sunneva á sér hina hliðina.
Sunneva lék í yngri flokkunum með ÍR og Selfossi og steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með síðarnefnda félaginu. Hún spilaði svo með Hamri í Hveragerði áður en hún færði sig yfir í Hafnarfjörðinn fyrir tímabilið 2021. Í dag sýnir Sunneva á sér hina hliðina.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 10. sæti
Fullt nafn: Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir
Gælunafn: Sunny
Aldur: 26 ára
Hjúskaparstaða: á föstu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2014
Uppáhalds drykkur: Rauður kristall plús
Uppáhalds matsölustaður: Tryggvaskáli á Selfossi hjá Möggu minni
Hvernig bíl áttu: Keyri um á hvítum Kia Rio
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The Office klikkar aldrei
Uppáhalds tónlistarmaður: Queen Riri
Uppáhalds hlaðvarp: Normið
Fyndnasti Íslendingurinn: Harpa Hlíf Guðjónsdóttir er vel grilluð
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Áminning um tíma hjá Atlas sjúkraþjálfun
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei segja aldrei
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Sveindís
Besti leikmaður sem þú hefur spilað með: Daniella Famili sem var með mér í Coastal Carolina í Usa
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Jói Bjarna á Selfossi hjálpaði mér mikið á mínum yngri árum
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Það getur stundum verið óþolandi að mæta Shainu í 1v1 á æfingu
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: í fótbolta voru það Ryan Giggs og David Beckham
Sætasti sigurinn: að vinna lengjudeildina í fyrra - fórum taplausar í gegnum tímabilið.
Mestu vonbrigðin: að komast ekki upp í bestu 2021
Uppáhalds lið í enska: Manchester United
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: væri til í að fá Ernu Guðrúnu aftur í Kaplakrika takk
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Elísa Lana Sigurjónsdóttir
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Fyrirliðinn í Árborg er frekar myndarlegur, hann Birkir Pétursson
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Áslaug Dóra
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Gef Hönnu Faith 100% þennan titil
Uppáhalds staður á Íslandi: Kársnes
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar ég smellhitti boltann beint upp í samskeytin langt fyrir utan teig með hægri á móti HK sumarið 2021 - svona once in a lifetime móment fyrir örvfættan leikmann
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: fæ mér alltaf banana fyrir leik
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já fylgist aðeins með frjálsum og svo íslenska landsliðinu í handbolta
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Vapor
Í hverju varstu/ertu lélegust í skóla: ég var ekkert sérstök í sundi
Vandræðalegasta augnablik: Það er fátt vandræðalegra en að taka vitlaust innkast...
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Esther Rós, Höllu og Rannveigu. Esther myndi lauma Stormy hundinum sínum með (sætasti hundur í heimi), Halla er algjört hörkutól og það kæmi sér vel, svo myndi Rannveig halda uppi stuðinu 24/7. Þetta yrði alvöru veisla.
Sturluð staðreynd um sjálfa þig: Er örvfætt og örvhent
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Aldís Guðlaugs - það sem hún segir inn á vellinum er ekki fyrir viðkvæma en svo er hún bara algjört yndi utan vallar
Hverju laugstu síðast: að ég væri á leiðinni
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Líklega Yoyo test
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi henda góðri spurningu á Messi
Athugasemdir


