Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
banner
   þri 16. apríl 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino: Get ekki samþykkt svona hegðun
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Chelsea rúllaði yfir Everton er liðin mættust í eina leik gærkvöldsins í ensku úrvalsdeildinni en að leikslokum var Mauricio Pochettino, þjálfari Chelsea, ósáttur með rifrildi lærisveina sinna í síðari hálfleiknum.

Chelsea fékk dæmda vítaspyrnu í stöðunni 4-0 þar sem vítaskyttan Cole Palmer var nú þegar búin að skora þrennu.

Noni Madueke vildi taka spyrnuna og tók boltann til sín eftir að vítaspyrna var dæmd. Hann neitaði að afhenda boltann til Palmer, sem vildi taka spyrnuna sjálfur, og þurfti fyrirliðinn Conor Gallagher að skerast inn í leikinn.

Gallagher rétti Palmer boltann en þá blandaði Nicolas Jackson sér í málin og reyndi að hrifsa boltann frá Palmer til að taka spyrnuna sjálfur. Palmer brást við með að ýta Jackson frá sér til að ryðja sér leið að vítapunktinum, þar sem hann lagði boltann niður og skoraði af miklu öryggi.

Þetta leikrit fór ekki vel í Pochettino, sem segir að leikmenn liðsins þurfi að þroskast ef þeir ætli sér stóra hluti.

„Ég get ekki samþykkt svona hegðun, ég sagði þeim að þetta var í síðasta sinn sem ég vil sjá þessa hegðun. Ef við viljum vera frábært lið þá þurfum við að breyta hugsunarhættinum okkar og hugsa sem liðsheild, ekki sem einstaklingar," sagði Pochettino eftir stórsigurinn.

„Allir í liðinu vita að Palmer er vítaskyttan. Það er hann sem tekur ákvörðun um hvort hann taki vítaspyrnuna sjálfur eða leyfi öðrum að spyrna. Þetta er mjög mikilvægt. Ég verð að biðja stuðningsmenn afsökunar á þessu, við erum með ungan leikmannahóp sem á enn ýmislegt eftir ólært. Strákarnir þurfa að læra að vera fagmannlegri og einbeittari að liðsheildinni. Þetta atvik í kvöld er augljóst merki um að við eigum enn margt eftir ólært."

Palmer sjálfur gerði lítið úr atvikinu að leikslokum og sagði að leikmenn væru strax byrjaðir að grínast með þetta.

„Strákarnir vildu taka spyrnuna en ég er vítaskyttan og ég vildi taka þessa spyrnu. Við sýndum bara að við viljum allir skora og vinna leikinn, við erum búnir að vera að hlæja að þessu atviki."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 13 8 1 4 27 12 +15 25
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
10 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
11 Bournemouth 13 5 4 4 21 23 -2 19
12 Tottenham 13 5 3 5 21 16 +5 18
13 Newcastle 13 5 3 5 17 16 +1 18
14 Everton 13 5 3 5 14 17 -3 18
15 Fulham 13 5 2 6 15 17 -2 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Athugasemdir
banner
banner