fim 16. maí 2019 23:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hannes segir sig, Bjarna og Birki ekki tengjast málinu neitt
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur vann sinn fyrsta leik í Pepsi Max-deildinni í kvöld þegar liðið lagði Fylki að velli, 1-0.

Það hefur verið mikið að frétta hjá Val undanfarna daga. Valur reyndi að losa sig við enska framherjann Gary Martin en það tókst ekki og verður hann áfram hjá félaginu.

Ýmsar sögusagnir hafa verið í gangi og var rætt um það í Dr. Football hlaðvarpinu í dag að leikmenn Vals væru ósáttir við Gary Martin.

Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Dr. Football, nefndi Hannes Þór Halldórsson, Bjarna Ólaf Eiríksson og Birkir Má Sævarsson í því samhengi.

Hannes ræddi við Guðmund Hilmarsson á Morgunblaðinu eftir sigur kvöldsins á Val.

„Það eina sem ég vil segja um þetta mál er þessi umræða þar sem mitt nafn, Birk­is Más og Bjarna hef­ur verið dregið inn í þetta er al­gjör þvæla og upp­spuni frá rót­um. Annað hef ég ekki um málið að segja," sagði Hannes.

Kemur í ljós hvort Gary fái að æfa með liðinu
Gary fékk ekki að æfa með Val í gær.

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði við RÚV eftir leikinn að það kæmi í ljós hvort Gary fái að æfa aftur með liðinu.

„Ég held að það sé búið að skrifa og segja nóg um þetta mál og það er bara í góðum farvegi. Hann er ekki að fara neitt," sagði Óli.

„Það kemur í ljós," sagði hann svo spurður að því hvort Gary fengi að æfa með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner