Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 16. maí 2021 19:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alisson með fleiri mörk að meðaltali en Carragher
Mynd: EPA
Eins og vel hefur verið fjallað um þá var Alisson hetja Liverpool í sigri á West Brom í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Staðan var 1-1 þegar í uppbótartímann var komið en í uppbótartímanum skoraði markvörðurinn Alisson sigurmark Liverpool.

Trent Alexander-Arnold tók hornspyrnu sem Alisson skallaði í markið. Hann er fyrsti markvörðurinn til að skora mark fyrir Liverpool í keppnisleik frá því félagið var stofnað 1892.

Breski blaðamaðurinn Richard Jolly kastar stundum fram skemmtilegum tölfræðimolum á Twitter. Hann gerði það í dag eftir mark Alisson.

„Alisson er að meðaltali með eitt mark í hverjum 127 leikjum fyrir Liverpool. Jamie Carragher var á meðan með eitt mark að meðaltali í hverjum 184 leikjum fyrir Liverpool."

Carragher spilaði með Liverpool frá 1996 til 2013. Hann skoraði á þeim tíma fjögur mörk í 737 leikjum.


Athugasemdir
banner
banner