banner
   sun 16. maí 2021 11:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þorsteinn Aron enskur meistari með Fulham
Mynd: Fulham
Fulham varð í gær meistari í úrvalsdeild U18 ára liða á Englandi annað árið í röð. Deildinni er skipt upp í norður og suðurhluta og er Fulham í suðurhlutanum.

Selfyssingurinn Þorsteinn Aron Antonsson, 17 ára, er á mála hjá Fulham og lék með U18 liði félagsins í vetur.

Þorsteinn er varnarmaður sem var valinn efnilegasti leikmaðurinn í 2. deild síðasta sumar en hann gekk í raðir Fulham síðasta haust.

Liðið vann Chelsea 3-0 í gær og endaði með 56 stig líkt og Crystal Palace en með betri markatölu. Manchester City varð meistari í norðurhlutanum líkt og í fyrra.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Þorsteinn Aron Antonsson
Þorsteinn ræðir við heimasíðu Fulham - Kallaður 'Thor'
Þorsteinn upplifir drauminn hjá Fulham - „Markmiðið að spila með U23 í vetur"


Athugasemdir
banner
banner