Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   mán 16. maí 2022 21:59
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Huddersfield í úrslitaleikinn
Huddersfield 1 - 0 Luton (Samanlagt, 2-1)
1-0 Jordan Rhodes ('82 )

Huddersfield Town er komið í úrslitaleik í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa unnið Luton Town 1-0 á Kirklees-leikvanginum í kvöld.

Liðin gerðu 1-1 jafntefli á heimavelli Luton í fyrri leiknum þar sem bæði mörkin komu í fyrri hálfleik.

Það var svolítið lán í óláni að Danny Ward, framherji Huddersfield, hafi meiðst undir lok fyrri hálfleiks. Jordan Rhodes kom inn fyrir hann og þegar átta mínútur voru eftir af leiknum gerði Rhodes sigurmarkið og skaut Huddersfield í úrslit.

Huddersfield mætir Nottingham Forest eða Sheffield United í úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildina.
Athugasemdir