Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 16. maí 2022 20:22
Brynjar Ingi Erluson
Patrik og Samúel á toppnum í Noregi - Lið Brynjólfs aðeins með eitt stig
Samúel Kári var í liði Viking í dag
Samúel Kári var í liði Viking í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Arnardóttir er á toppnum í Svíþjóð
Guðrún Arnardóttir er á toppnum í Svíþjóð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason lék allan leikinn í næst síðasta leik tímabilsins
Birkir Bjarnason lék allan leikinn í næst síðasta leik tímabilsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson og hans menn í Silkeborg töpuðu fyrir Midtjylland í næst síðustu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld, 4-1. Silkeborg var öruggt með þriðja sætið fyrir leikinn.

Stefán var í byrjunarliði Silkeborg og var síðan skipt af velli á 73. mínútu.

Eins og kom fram var þetta þýðingarlítill leikur fyrir Silkeborg sem var þegar búið að tryggja 3. sæti deildarinnar og þar með í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Midtjylland þurfti sigur til að setja pressu á FCK, sem er á toppnum, en liðið þarft á kraftaverki að halda í lokaumferðinni til að vinna deildina. Ef efstu liðin enda jöfn að stigum þá er það markatala sem gildir og þar er FCK með níu í plús á Midtjylland. FCK leiðir þá með þremur stigum.

Viking á toppnum

Norska liðið Viking vann Jerv 3-0 í norsku úrvalsdeildinni. Patrik Sigurður Gunnarsson og Samúel Kári Friðjónsson voru báðir í liði Viking en Samúel fór af velli á 78. mínútu. Viking er á toppnum með 19 stig.

Hólmbert Aron Friðjónsson kom þá inná undir lok leiks er Lilleström vann Sarpsborg 1-0. Lilleström er tveimur stigum á eftir Viking.

Ari Leifsson spilaði allan leikinn er Strömsgodset vann öruggan 3-0 sigur á Kristiansund. Brynjólfur Andersen Willumsson kom inná í hálfleik fyrir Kristiansund sem er á botninum með 1 stig á meðan Strömsgodset er í fimmta sæti með 10 stig.

Norska meistaraliðið Bodö/Glimt er að byrja tímabilið illa og gerði 1-1 jafntefli við Tromsö í dag. Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Bodö/Glimt sem er í 7. sæti með 9 stig.

Viðar Örn Kjartansson og Brynjar Ingi Bjarnason byrjuður báðir í 1-1 jafntefli Vålerenga gegn Ham Kam. Viðar fór útaf eftir klukkutímaleik og þá fór Brynjar af velli þegar fimm mínútur voru eftir. Vålerenga er í 6. sæti með 10 stig.

Elísabet og stöllur hennar unnu Hammarby

Elísabet Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Kristianstad unnu Hammarby 2-0 í sænsku úrvalsdeildinni í dag. DB Pridham, fyrrum leikmaður ÍBV, var í byrjunarliðinu en Amanda Andradóttir kom inná fyrir hana þegar tuttugu mínútur voru eftir.

Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn er Rosengård vann Örebro 2-0. Berglind Ágúsdóttir spilaði þá allan tímann fyrir Örebro.

Diljá Ýr Zomers kom inná þegar tuttugu mínútur voru eftir er Häcken vann Kalmar 3-1. Agla María Albertsdóttir var allan tímann á bekknum hjá Häcken en Hallbera Guðný Gísladóttir var ekki með Kalmar í dag. Rosengård og Häcken eru jöfn að stigum á toppnum með 21 stig.

Birkir á miðjunni í tapi

Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason spilaði allan tímann á miðjunni er Adana Demirspor tapaði fyrir Galatasaray, 3-2, í tyrknesku deildinni. Þetta var næst síðasti leikur tímabilsins en Adana er í 9. sæti með 52 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner