Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
   fös 16. maí 2025 13:02
Elvar Geir Magnússon
Landsliðshópurinn - Hörður Björgvin snýr aftur og Anton Ari í hópnum
Icelandair
Hörður hefur ekki leikið landsleik síðan 2023 en hann hefur verið að glíma við erfið meiðsli.
Hörður hefur ekki leikið landsleik síðan 2023 en hann hefur verið að glíma við erfið meiðsli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari.
Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Norður-Írlandi og Skotlandi í vináttulandsleikjum í júní og hefur Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari opinberað hópinn fyrir komandi leiki.

Ísland mætir Skotlandi á Hampden Park föstudaginn 6. júní og Norður-Írlandi á Windsor Park þriðjudaginn 10. júní. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:45 að staðartíma.

Ýmislegt áhugavert er í hópnum en gefið hafði verið út að Orri Steinn Óskarsson fyrirliði yrði ekki vegna meiðsla. Hann hefur ekki spilað með Real Sociedad síðustu vikur.

Anton Ari Einarsson, markvörður Íslandsmeistara Breiðabliks, er einn af þeim markvörðum sem er valinn. Albert Guðmundsson var ekki með Fiorentina í síðasta leik en hann er í hópnum.

Hörður Björgvin Magnússon er kominn aftur af stað eftir erfið meiðsli og er valinn. Hörður hefur ekki spilað landsleik síðan í september 2023 en gæti spilað sinn 50. leik í júní.

Daníel Leó Grétarsson og Jóhann Berg Guðmundsson koma aftur inn í hópinn og einnig Arnór Sigurðsson sem var meiddur í síðasta glugga. Aron Einar Gunnarsson er á sínum stað. Lúkas Petersson, Valgeir Lunddal og Júlíus Magnússon sem voru í síðasta hóp eru ekki í hópnum núna.

Ísland hefur leik í undankeppni HM í september en liðið er í erfiðum undanriðli ásamt Frakklandi, Úkraínu og Aserbaídsjan. Sigurliðið fer beint á HM en liðið í öðru sæti í umspil.

Hópurinn
Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 6 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford F.C. - 19 leikir
Anton Ari Einarsson - Breiðablik - 2 leikir

Guðlaugur Victor Pálsson - Plymouth Argyle F.C. - 48 leikir, 2 mörk
Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 5 leikir
Aron Einar Gunnarsson - Al-Gharafa - 106 leikir, 5 mörk
Sverrir Ingi Ingason - Panathinaikos F.C. - 57 leikir, 3 mörk
Daníel Leó Grétarsson - SonderjyskE - 22 leikir
Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos F.C. - 49 leikir, 2 mörk
Logi Tómasson - Stromsgodset - 9 leikir, 1 mark
Mikael Egill Ellertsson - Venezia FC - 20 leikir, 1 mark
Ísak Bergmann Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf - 33 leikir, 4 mörk
Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 65 leikir, 6 mörk
Þórir Jóhann Helgason - U.S. Lecce - 18 leikir, 2 mörk
Stefán Teitur Þórðarson - Preston North End F.C. - 28 leikir, 1 mark
Mikael Neville Anderson - AGF - 31 leikur, 2 mörk
Jóhann Berg Guðmundsson - Al-Orobah - 99 leikir, 8 mörk
Kristian Nökkvi Hlynsson - Sparta Rotterdam - 3 leikir
Willum Þór Willumsson - Birmingham City F.C. - 16 leikir
Jón Dagur Þorsteinsson - Hertha BSC - 44 leikir, 6 mörk
Arnór Sigurðsson - Malmö FF - 34 leikir, 2 mörk
Hákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 20 leikir, 3 mörk
Andri Lucas Guðjohnsen - K.A.A. Gent - 32 leikir, 8 mörk
Albert Guðmundsson - ACF Fiorentina - 39 leikir, 10 mörk
Athugasemdir
banner
banner