Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. júní 2019 12:30
Oddur Stefánsson
Heimild: Goal 
Gullit: Lampard á ekki að velja vini sína
Mynd: Getty Images
Ruud Gullit er með viðvörunarorð til Frank Lampard ef hann skyldi taka við Chelsea.

Hollenska goðsögnin Ruud Gullit segir að Frank Lampard sé með allt sem þarf til að vera næsti stjóri Chelsea ef hann umkringir sig ekki af þekktum andlitum innan klúbbsins.

Lampard, sem þjálfar nú Derby County sem náði ekki að koma sér upp í ensku úrvalsdeildina á síðasta tímabili, er talinn líklegastur til að taka við Chelsea skyldi Maurizio Sarri fara til Juventus.

Gullit sagði í viðtali við Sky sports „Hann má ekki gera þau mistök að fá vini sína með sér, hann verður að hafa einhvern sem hefur reynslu í þjálfun."

Síðan Frank Lampard hefur verið orðaður við Chelsea hafa einhverjir miðlar sagt frá því að Didier Drogba gæti komið með honum.


Athugasemdir
banner
banner
banner