Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 16. júní 2019 15:19
Oddur Stefánsson
Noregur: Íslendingarnir með sterkan sigur
Mynd: Álasund
Íslendingarnir í Noregi sóttu sterk þrjú stig á útivellir gegn Ham-Kam fyrr í dag,

Íslendingarnir í Álasundi eru enn ósigraðir í OBOS - ligaen í Noregi í dag þegar Álasund fór í heimsókn til Ham-Kam.

Daníel Grétarsson, Aron Elís Þrándarson, Hólmbert Aron Friðjónsson og Davíð Kristján Ólafsson voru allir í hóp Álasunds.

Ham-Kam 1 - 2 Álasund
Niklas Castro (’11)
Simen Nordli (’66)
Pape Habib Gueye (’69)

Daníel og Aron Elís spiluðu allan leikinn en Hólmbert fór af velli á 68. mínútu fyrir Pape Habib Gueye sem skoraði síðan sigurmarkið stuttu eftir að hann kom inná.

Davíð Kristján kom ekki við sögu í leiknum.

Álasund er enn á toppnum með 29 stig og Ham-Kam í 10. sæti með 13 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner