Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. júní 2021 22:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: Fyrsta tap Hattar/Hugins - Tvö taplaus lið
Elliði er fyrsta liðið til að leggja Hött/Hugin að velli.
Elliði er fyrsta liðið til að leggja Hött/Hugin að velli.
Mynd: Twitter
Það fóru þrír leikir fram í 3. deild karla í kvöld og voru nokkuð óvænt úrslit í Árbæ.

Elliði tók á móti toppliði Hattar/Hugins, sem var taplaust. Svo fór að Elliði vann góðan 3-0 sigur á heimavelli sínum og er liðið núna í fjórða sæti með 12 stig. Höttur/Huginn er áfram á toppi deildarinnar með 16 stig.

Augnablik er í öðru sæti, en þeir gerðu 2-2 jafntefli við KFG á heimavelli í kvöld. KFG situr í fimmta sætinu eins og er.

Augnablik er enn taplaust, rétt eins og Ægir sem vann flottan heimasigur á Tindastóli, 3-1. Ægir situr í þriðja sæti, einu stigi á eftir Augnablik.

Elliði 3 - 0 Höttur/Huginn

Augnablik 2 - 2 KFG
1-0 Arnar Laufdal Arnarsson ('16)
1-1 Gunnar Helgi Hálfdanarson ('32)
2-1 Ellert Hreinsson ('82)
2-2 Bjarni Pálmason ('91)
Rautt spjald: Ellert Hreinsson, Augnablik ('93)

Ægir 3 - 1 Tindastóll
1-0 Dimitrije Cokic
2-0 Brynjólfur Þór Eyþórsson
3-0 Sigurður Óli Guðjónsson
3-1 Pape Mamadou Faye
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner