Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 16. júní 2021 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pogba: Þetta var bara vinalegt nart
Mynd: EPA
Það tóku margir eftir því í leik Frakklands og Þýskalands í gær að Antonio Rudiger virstist bíta í Paul Pogba í leiknum.

„Maður með grímu var að bíta hann þarna í bakið," sagði Guðmundur Benediktsson sem lýsti leiknum á Stöð 2 Sport.

Pogba tjáði sig um atvikið á blaðamannafundi eftir leik. „Toni er vinur minn, sama hvað gerist á vellinum. Þið sáuð örugglega myndirnar en þetta er allt búið núna," sagði Pogba.

„Ég ætla ekki að fara grenja út spjald, ég vil ekki að hann fari í bann fyrir þetta. Þetta er í fortíðinni. Þetta var örlítið bit, bara vinalegt nart. Ekkert alvarlegt því við höfum þekkst í langan tíma. Ég fann fyrir bitinu og sagði dómaranum frá því og það var hans að taka ákvörðun. Ég vildi bara spila fótbolta, ég vil alls ekki að hann fari í bann. Við föðmuðumst í leikslok," bætti Pogba við.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner