Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 16. júlí 2020 14:15
Magnús Már Einarsson
Liverpool tekur við bikarnum í Kop
Liverpool mun taka á móti bikarnum fyrir sigur í ensku úrvalsdeildinni eftir heimaleik sinn gegn Chelsea á Anfield næstkomandi miðvikudag.

Liverpool tryggði sér á dögunum titilinn í fyrsta skipti í 30 ár.

Venjan er að lið fái bikarinn afhentan eftir síðasta heimaleik og það sama er uppi á teningnum í ár þrátt fyrir að engir áhorfendur verði á vellinum vegna kórónaveirunnar.

Sérstakur verðlaunapallur verður búinn til í Kop stúkunni frægu á Anfield.

Sir Kenny Dalglish, sem var stjóri Liverpool þegar liðið varð meistari 1990, mun afhenda leikmönnum og starfsmönnum liðsins medalíur ásamt Richard Masters, framkvæmdastjóra ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner