
Fótbolti.net greindi frá því á sunnudagskvöld að Njarðvík hefði borist tilboð frá Val í Freystein Inga Guðnason.
Freysteinn er 18 ára kantmaður sem lék í síðasta mánuði sinn fyrsta U19 ára landsleik.
Freysteinn er 18 ára kantmaður sem lék í síðasta mánuði sinn fyrsta U19 ára landsleik.
„Ég get staðfest að það eru samræður á milli félaganna."
Þetta segir Rafn Markús Vilbergsson, sem er yfirmaður fótboltamála hjá Njarðvík, við Fótbolta.net.
Hann segir líklegast að ef Freysteinn verður keyptur í þessum glugga, þá myndi hann samt klára tímabilið með Njarðvík.
Freysteinn hefur farið erlendis á reynslu til OB, Álaborgar, Köln og Norrköping.
Hafið þið orðið var við áframhaldandi áhuga erlendis frá?
„Það er eins með alla stráka í yngri landsliðunum, það er alltaf eitthvað," segir Rabbi.
Næsti leikur Njarðvíkur, sem er í 2. sæti Lengjudeildarinnar, er útileikur gegn Fylki á föstudag.
Þetta hafði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur, að segja um Freystein í vetur:
Athugasemdir