Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 16. ágúst 2019 14:17
Fótbolti.net
Upphitun - Mun Dortmund skáka Bayern?
Jadon Sancho, leikmaður Dortmund.
Jadon Sancho, leikmaður Dortmund.
Mynd: Getty Images
Lewandowski og Alaba.
Lewandowski og Alaba.
Mynd: Getty Images
Lucien Favre, stjóri Dortmund.
Lucien Favre, stjóri Dortmund.
Mynd: Getty Images
Niko Kovac, stjóri Bayern.
Niko Kovac, stjóri Bayern.
Mynd: Getty Images
Þýskalandsmeistarar Bayern München munu mæta Hertha Berlin í opnunarleik Bundesligunnar í kvöld. Bæjarar stefna á að vinna Þýskalandsmeistaratitilinn áttunda árið í röð.

Borussia Dortmund, undir stjórn Lucien Favre, er með aðrar hugmyndir.

Spáin fyrir topp sjö:
Ýmsir sérfræðingar telja að í ljósi þeirrar breiddar sem sé í leikmannahópi Dortmund eigi liðið möguleika á því að taka titilinn þetta tímabilið. En miðað við síðustu sjö ár er erfitt að veðja gegn Bæjurum.

Fyrir aftan þessi tvö lið bíða svo RB Leipzig og Bayer Leverkusen en einn áhugaverðasti stjóri Evrópu um þessar mundir, hinn ungi Julian Nagelsmann, er tekinn við stjórnartaumunum hjá Leipzig. Stuðningsmenn Leverkusen vonast til að Peter Bosz nái að rífa þeirra liði á næsta stall.

Það verður erfitt fyrir Borussia Mönchengladbach að fylla skarð Thorgan Hazard sem fór til Dortmund. Wolfsburg vonast eftir Evrópusæti og hjá Werder Bremen er vonast til þess að ungstirnin Milot Rashica og Maximillian Eggestein komi liðinu í Evrópu.

Eintracht Frankfurt hefur misst marga leikmenn í sumar og verður erfitt að jafna sig á því að hafa misst Luka Jovic og Sebastian Haller. Þá gæti Hoffenheim verið í vandræðum eftir að taktíski snillingurinn Julian Nagelsmann hvarf á braut.

Spáin fyrir topp 7:

1. Borussia Dortmund
2. Bayern München
3. RB Leipzig
4. Bayer Leverkusen
5. VfL Wolfsburg
6. Borussia Monchengladbach
7. Werder Bremen

Fallbaráttan:
Köln er mætt aftur í deildina og Union Berlion er mætt í Bundesliguna í fyrsta sinn. Union menn eru þekktir fyrir gríðarlegan baráttuanda og gott andrúmsloft á heimaleikjum. Gæti það bjargað þeim frá falldraugnum?

Augsburg var í miklum vandræðum á síðasta tímabili þegar Alfreð Finnbogason var á meiðslalistanum. Íslenski landsliðsmaðurinn verður að vera heill í vetur ef Augsburg ætlar ekki að falla.

16. Union Berlin
17. SC Paderborn
18. FC Augsburg

Leikmenn til að fylgjast með:
Lucas Hernandez var keyptur til Bayern München fyrir stórfé. Varnarmaðurinn er ríkjandi heimsmeistari með Frakklandi en hann og Benjamin Pavard eiga að bæta varnarlínu Þýskalandsmeistarana.

TURNARNIR TVEIR:

BAYERN MÜNCHEN
Þjálfari: Niko Kovac

Komnir: Lucas Hernandez (Atletico Madrid), Benjamin Pavard (Stuttgart), Jann-Fiete Arp (Hamborg), Ivan Perisic (Inter)

Farnir: Mats Hummels (Borussia Dortmund), Marco Friedl (Werder Bremen), Rafinha (Flamengo), Franck Ribery, Arjen Robben, James Rodriguez (Real Madrid)

Á síðasta tímabili: 1. sæti.

Leikmannahópur Bayern hefur verið að eldast og ekki hefur komið inn sú unga innspýting sem vonast var eftir. Það eru vaktaskipti en Arjen Robben og Franck Ribery, sem hafa borið uppi sóknarleik liðsins undanfarin ár, eru horfnir á braut.

Niko Kovac reyndi að fá Leroy Sane frá Manchester City en það hefur ekki borið árangur. Varnarleikurinn hefur verið styrktur með Lucas Hernandez og Benjamin Pavard.

Stjörnuleikmaður: Robert Lewandowski.
Skeinuhættasti sóknarmaður þýska boltans. Mikill markaskorari sem getur upp á sitt einsdæmi breytt leikjum.

BORUSSIA DORTMUND
Þjálfari: Lucien Favre

Komnir: Mats Hummels (Bayern München), Thorgan Hazard (Borussia Mönchengladbach), Nico Schulz (Hoffenheim,), Julian Brandt (Bayer Leverkusen), Paco Alcacer (Barcelona), Mateu Morey (Barcelona)

Farnir: Christian Pulisic (Chelsea), Abdou Diallo (Paris Saint-Germain), Alexander Isak (Real Sociedad), Sebastian Rode (Eintracht Frankfurt), Andre Schürrle (Spartak Moskva).

Á síðasta tímabili: 2. sæti.

Dortmund var ekki langt frá því að binda endi á sigurgöngu Bayern á síðasta tímabili og það ríkir bjartsýni fyrir þetta tímabil. Dortmund hefur náð að bæta við sig nokkrum púslum sem vonast er til að skapi Þýskalandsmeistara.

Mats Hummels er mættur aftur til að laga varnarleikinn og í sóknarlínunni eru spennandi leikmenn þó Christian Pulisic sé horfinn á braut. Marco Reus, Mario Götze, Jadon Sancho og Paco Alcacer auk Thorgan Hazard og Julian Brandt ættu að bjóða upp á mikla skemmtun sóknarlega.

Dotmund vann Bayern 2-0 í leiknum um þýska Ofurbikarinn á dögunum.

Stjörnuleikmaður: Jadon Sancho.
Englendingurinn ungi var með tólf mörk og fjórtán soðsendingar á síðasta tímabili. Býr yfir gríðarlegum hraða og er martröð fyrir varnarmenn.

Sjá einnig:
Leikjadagskrá helgarinnar í Þýskalandi
Athugasemdir
banner
banner