Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 16. september 2019 11:15
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo: Ásakanirnar létu mér líða mjög illa
Cristiano Ronaldo í viðtalinu.
Cristiano Ronaldo í viðtalinu.
Mynd: ITV
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, stórstjarna Juventus, segir að ásakanirnar um nauðgun hafi gert það að verkum að honum leið vandræðalega fyrir framan kærustu sína og börn.

Kathryn Mayorga hélt því fram að Ronaldo hefði nauðgað sér á hótelherbergi í Las Vegas 2009 en portúgalski landsliðsmaðurinn neitaði öllum ásökunum.

Mayorga hafi náð svo sátt við lögfræðinga Ronaldo utan dómssala og málið var látið niður falla. Greint var frá því að henni hefði verið borgað 300 þúsund pund fyrir að draga ásakanirnar til baka.

Í nýju viðtali við sjónvarpsmanninn Piers Morgan hjá ITV tjáir Ronaldo sig um ásakanirnar.

„Þeir spila með reisn þína. Það er erfitt. Þú átt kærustu, þú átt fjölskyldu, þú átt börn. Þegar það er spilað með heiðarleikann þinn er það slæmt, það er erfitt," segir Ronaldo.

„Einn daginn var ég í stofunni heima með kærustunni og í sjónvarpinu var verið að tala um mig, hitt og þetta. Þú heyrir að krakkarnir koma niður stigann og þú skiptir um stöð því mér leið vandræðalega. Þetta lætur þér líða svo illa."

Í viðtalinu við Piers Morgan tjáir Ronaldo sig einnig um lát föður síns en þá táraðist hann, eins og sjá má hér að neðan:


Athugasemdir
banner
banner
banner