
Haraldur Árni Hróðmarsson staðfesti í viðtali við Fótbolta.net um helgina að Grindavík yrði með í Lengjudeildinni á næsta ári, og að hann verði áfram þjálfari liðsins.
Ýmsar sögusagnir hafa verið í gangi um framtíð Grindavíkur en liðið hafnaði í níunda sæti Lengjudeildarinnar í sumar. Liðið hefur ekki getað spilað á heimavelli sínum og slúðrað um að það gæti verið lagt niður fyrir næsta tímabil.
Ýmsar sögusagnir hafa verið í gangi um framtíð Grindavíkur en liðið hafnaði í níunda sæti Lengjudeildarinnar í sumar. Liðið hefur ekki getað spilað á heimavelli sínum og slúðrað um að það gæti verið lagt niður fyrir næsta tímabil.
Formaðurinn Haukur Guðberg Einarsson hló þegar hann var spurður út í þessar sögusagnir í samtali við RÚV.
„Það hefur aldrei komið til greina. Maður ræður svo sem ekkert hvað fólk kjaftar í kringum félagið. En það hefur aldrei verið neitt svoleiðis. Þannig það er engin uppgjöf hjá okkur sem erum í stjórninni," sagði Haukur.
Óvíst hvar Grindavík mun spila
Hans draumur er að liðið geti snúið aftur heim og spilað í Grindavík á næsta ári. Hvort það verði hægt verður að koma í ljós en allavega er ljóst að liðið verður ekki áfram í Safamýri sem var heimavöllur liðsins í sumar.
„Gervigrasið er ekki nógu gott í Safamýri. Það þarf viðgerð og skipta um það. Svo eru Víkingar að fara að skipta um gras í Fossvogi. Það segir sig sjálft að það vantar pláss," segir Haukur. Hann segir lausn í sjónmáli varðandi aðstöðu en getur ekki tjáð sig að svo stöddu.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir