Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. október 2019 11:49
Magnús Már Einarsson
La Liga óskar eftir að færa El Clasico vegna mótmæla
Mynd: Getty Images
Forráðamenn spænsku úrvalsdeildarinnar hafa óskað eftir að leikur erkifjendanna í Real Madrid og Barelona verði færður frá Nou Camp í Barcelona yfir á Santiago Bernabeu í Madrid.

Risa mótmæli eru áætluð í Barcelona laugardaginn 26. október þegar leikurinn á að fara fram.

Af öryggisráðstöfum hefur spænska úrvalsdeildin því óskað eftir félögin skipti á heimaleikjum þannig að leikurinn um aðra helgi fari fram á Santiago Bernabeu og síðari leikurinn í vetur verði á Nou Camp.

Mótmælendur hafa verið áberandi í Barcelona undanfarna daga en þeir hafa verið að mótmæla fangelsisdómum leiðtoga aðskilnaðarsinna sem vilja sjálfstæði Katalóníu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner