Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 16. október 2020 23:28
Brynjar Ingi Erluson
Moyes vildi fá Bale til Man Utd - „Þyrlan var klár
Gareth Bale gæti spilað gegn West Ham
Gareth Bale gæti spilað gegn West Ham
Mynd: Getty Images
David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham á Englandi, ræddi við fjölmiðla fyrir leik liðsins gegn Tottenham Hotspur um helgina en hann fór þar yfir áhuga sinn á Gareth Bale.

Moyes er mikill aðdáandi Bale og reyndi að fá hann til Manchester United árið 2013.

Bale ákvað hins vegar að fara til Spánar og spila með Real Madrid en Man Utd bauð velska landsliðsmanninum töluvert hærri fjárhæðir fyrir að spila á Old Trafford.

„Gareth Bale var líklega fyrsta nafnið sem ég hugsaði um þegar ég tók við Man Utd. Ég hugsaði að hann væri rétti leikmaðurinn fyrir liðið," sagði Moyes.

„Man Utd er með ríka sögu af vængmönnum en þar má nefna bæði George Best og Ryan Giggs og fleiri. Ég vildi að Bale yrði fyrstu kaup mín en viðræður hans við Real Madrid voru komnar langt á veg. Ég reyndi að stela honum og Man Utd bauð honum meiri pening."

„Við reyndum allt sem við gátum til að fá hann. Við vorum með þyrlu klára á æfingasvæðinu til að ná í hann og fara með hann til Manchester. Við töldum okkur eiga möguleika en hann valdi Real Madrid og tók þar frábæra ákvörðun því hann vann Meistaradeildina fjórum sinnum og hefur átt magnaðan feril til þessa,"
sagði Moyes í lokin.

Bale er á láni hjá Tottenham frá Real Madrid og gæti spilað sinn fyrsta leik gegn West Ham á sunnudag.
Athugasemdir
banner