Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 16. október 2021 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Finnst eins og Blikar stjórni umræðunni - „Hvað viltu meira?"
Kári Árnason.
Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason segir að það sé engin spurning um það hvaða lið sé það besta á Íslandi þessa stundina.

Kári vill meina að umræðan hafi verið á þann veg í sumar að Breiðablik sé besta liðið á Íslandi. Hann er ekki sammála því.

„Það verður gaman að sjá hverjir segja að við séum ekki bestir eftir þetta. Það verður gaman að fylgjast með umræðunni um það hvort Breiðablik sé enn besta liðið á Íslandi," sagði Kári við Stöð 2 Sport eftir leikinn.

„Við stimpluðum okkur í sögubækurnar og sönnuðum að við séum besta lið Íslands."

Kári var spurður nánar út í þetta í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Mér finnst svo gaman þegar Blikar - sem virðast stjórna fjölmiðlum - byrja að blaðra um þetta. Hvað ætlarðu að segja? Við töpuðum tveimur leikjum á tímabilinu og ég held að þeir hafa tapað sex."

„Hvað viltu meira?"

Kári var að leggja skóna á hilluna eftir glæstan feril. Hann verður núna yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi og mun hjálpa félaginu að byggja ofan á þennan árangur.
Kári Árna: Hin heilaga þrenning í rauninni
Athugasemdir
banner
banner
banner