Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 16. nóvember 2019 15:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Thiago Silva: Messi vildi dæma leikinn sjálfur
Argentína sigraði Brasilíu í endurkomuleik Lionel Messi í landsliðið eftir leikbann sem hann hlaut í sumar.

Messi skoraði eina mark leiksins þegar hann fylgdi á eftir mislukkaðri vítaspyrnu sinni. Messi var í sviðsljósinu í gær en hann fór í taugarnar á andstæðingum sínum í leiknum.

Sjá einnig: Tite: Messi sagði mér að þegja

Thiago Silva, fyrirliði brasíliska landsliðsins, var ekki sáttur með Messi í leikslok.

„Hann reynir alltaf að hafa áhrif á dómarana og þannig stýrir hann leiknum. Þeir dæma aukaspyrnur þegar hann biður um það. Þetta gerist í La Liga en í Meistaradeildinni eru dómararnir sanngjarnari."

„Ég ræddi við leikmenn úr La Liga og þeir eru sammála mér."
Hér að neðan má sjá ummæli Silva um sussið frá Messi.


Athugasemdir