Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
   fös 17. janúar 2020 11:00
Elvar Geir Magnússon
AC Milan vill fá Olmo
AC Milan vill fá spænska sóknarmiðjumanninn Dani Olmo frá Dinamo Zagreb.

Ítalski íþróttafréttamaðurinn Gianluca di Marzio segir Milan vongott um að geta fengið þennan 21 árs Spánverja.

Olmo hefur verið orðaður við Barcelona og þá er talað um að Manchester United hafi áhuga á honum.

Dinamo Zagreb gæti selt hann fyrir um 25 milljónir punda í sumar.

AC Milan er í níunda sæti ítölsku A-deildarinnar.
Athugasemdir
banner