Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fös 17. janúar 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sóknarþríeyki Man Utd búið að skora meira en Liverpool
Liverpool tekur á móti Manchester United í stórleik á sunnudaginn og hefur ýmis tölfræði blossað upp á samfélagsmiðlum í tilefni leiksins.

Sú tölfræði sem hefur vakið hvað mesta lukku er samanburður á markaskorun sóknarþríeyka beggja liða í öllum keppnum.

Þar er borið saman markaskorun Sadio Mane, Mohamed Salah og Roberto Firmino við markaskorun Mason Greenwood, Marcus Rashford og Anthony Martial.

Í heildina hafa sóknarmenn Liverpool skorað 38 mörk í öllum keppnum á móti 39 mörkum sóknarmanna Man Utd, sem eru einnig búnir að spila færri mínútur.

Þá er talsverður aldursmunur á þríeykunum. Salah, Mane og Firmino eru í kringum 28 ára aldurinn á meðan meðalaldur Rashford, Martial og Greenwood er rétt yfir 20.
Athugasemdir
banner
banner