Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   fös 17. janúar 2020 10:21
Magnús Már Einarsson
Solskjær neitaði að tjá sig um Bruno Fernandes
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, vildi ekkert tjá sig um Bruno Fernandes miðjumann Sporting Lisabon þegar hann var spurður út í leikmanninn á fréttamannafundi í dag.

United er í viðræðum við Sporting um kaup á Fernandes en talsvert ber ennþá á milli hjá félögunum.

Einhver orðrómur hefur verið um að Fernandes sé væntanlegur til Englands um helgina og að hann verði í stúkunni þegar United heimsækir Liverpool á Anfield á sunnudag.

Solskjær vildi ekkert tjá sig um málið í dag.

„Ég get ekki sagt ykkur neitt um leikmenn sem spila með öðrum liðum," sagði Solskjær.
Athugasemdir
banner