Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. janúar 2020 17:25
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær um Young: Ekki tilbúnir að bjóða tveggja ára samning
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær er svo gott sem búinn að staðfesta félagaskipti Ashley Young til Inter.

Solskjær segir að Manchester United hafi ekki verið reiðubúið að bjóða Ashley Young tveggja ára samning.

„Þegar allt kemur til alls var tilboðið samþykkt fyrir Ashley. Hann verður 35 ára í sumar og ef hann fær tveggja ára samning þá ætlar félagið ekki að standa í vegi fyrir honum. Við vorum ekki tilbúnir til þess," sagði Solskjær.

„Hann hefur sinnt sínu starfi hjá félaginu af mikilli fagmennsku. Hann hefur borið fyrirliðabandið og unnið deildar- og bikartitla. Svo erum við með unga leikmenn sem þurfa tækifæri.

„Það var kominn tími á þetta. Ashley vill nýja áskorun."


Talið er að Inter sé að bjóða Young samning sem gildir út næsta keppnistímabil, eða til 30. júní 2021.
Athugasemdir
banner
banner