Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. janúar 2021 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Henderson um ákvörðun dómarans: Skrýtið, mjög skrýtið
Henderson ræðir við Paul Tierney.
Henderson ræðir við Paul Tierney.
Mynd: Getty Images
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, viðurkennir að hann og liðsfélagar sínir hafi verið pirraðir út í dómarann Paul Tierney í hálfleik í stórleiknum gegn Manchester United í kvöld.

Leikurinn endaði markalaus en umdeilt atvik átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks.

Tierney, dómari, flautaði nefnilega akkúrat til hálfleiks þegar Thiago - sem var frábær í leiknum - átti mjög góða sendingu inn fyrir vörn United.

Sadio Mane elti boltann og var sloppinn í gegn. Dómarinn flautaði akkúrat þegar Thiago tók sendinguna en það voru 45:54 á klukkunni. Einni mínútu var bætt við.

„Við vorum ekki ánægðir eins og þú getur ímyndað þér. Skrýtið, mjög skrýtið," sagði Henderson við Sky Sports.

„Hann er kominn einn í gegn ef hann flautar ekki. Við vorum pirraðir í hálfleik en fengum nægan tíma til að skora mark í seinni hálfleiknum. Það vantaði hins vegar upp á gæðin á síðasta hluta vallarins."

Sjá einnig:
Flautaði til hálfleiks þegar Mane var að sleppa í gegn
Athugasemdir
banner
banner
banner