Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. janúar 2021 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Fréttablaðið 
Rúrik tekur þátt í þýskum dansþætti
Mynd: Getty Images
Fréttablaðið greindi frá því í gærkvöldi að Rúrik Gíslason, fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður í fótbolta, væri meðal þátttakenda í þýska sjónvarpsþættinum Let's Dance.

Fyrsti þátturinn verður sýndur á sjónvarpsstöðinni RTL 26. febrúar og er í sama dúr og Allir geta dansað sem er gerður hér á landi.

Rúrik er 32 ára gamall og á 53 landsleiki að baki fyrir Ísland. Hann lagði takkaskóna á hilluna fyrir áramót eftir að hafa verið hjá Sandhausen í þýsku B-deildinni í nokkur ár.

Rúrik var í landsliðshópi Íslands sem keppti á HM í Rússlandi 2018 og fékk hann gríðarlega athygli útá útlit sitt. Eftir það fór hann að vinna í gegnum samfélagsmiðla, í auglýsingum og annað og hætti að lokum í fótbolta.

Rúrik verður umvafinn stjörnum og er Auma Obama þar á meðal, en hún er hálfsystir Barack Obama fyrrum Bandaríkjaforseta.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner