Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   fös 17. janúar 2025 21:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Æfingaleikur: Afturelding vann Gróttu
Afturelding og Grótta áttust við í æfingaleik í Mosfellsbænum í kvöld þar sem heimamenn fóru með sigur af hólmi.

Andri Freyr Jónasson, Gunnar Bergmann Sigmarsson og Hrannar Snær Magnússon sáu um markaskorunina í 3-0 sigri liðsins.

Næsti leikur Aftureldingar er gegn ÍA í Þungavigtarbikarnum laugardaginn 25. janúar í Akraneshöllinni.

Grótta hefur leik í Lengjubikarnum gegn Sindra þann 15. febrúar.

Afturelding og Grótta tókust á í Lengjudeildinni síðasta sumar en Afturelding vann sér sæti í Bestu deildinni á meðan Grótta féll niður í 2. deild.
Athugasemdir
banner
banner