Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
   lau 17. janúar 2026 16:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Birta ekki lengi að stimpla sig inn - Skoraði dýrmætt mark
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var Íslendingaslagur í ítölsku kvennadeildinni í dag þegar Fiorentina fékk Genoa í heimsókn.

Katla Tryggvadóttir og Iris Ómarsdóttir voru í byrjunarliði Fiorentina en Birta Georgsdóttir byrjaði á bekknum hjá Genoa. Hún gekk til liðs við félagið frá Breiðabliki fyrir rúmri viku síðan.

Fiorentina var með 1-0 forystu í hálfleik en markið kom úr vítaspyrnu í uppbótatíma.

Katla var tekin af velli á 68. mínútu en Birta kom inn á í sínum fyrsta leik fyrir Fiorentina á 73. mínútu. Hún gerði sér lítið fyrir og jafnaði metin í uppbótatíma og tryggði Genoa stig.

Genoa er í 11. og næst neðsta sæti með sjö stig eftir tíu umferðir en Fiorentina er í 2. sæti með 18 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Roma. Inter og Juventus mætast á morgun en Juventus er stigi á eftir Fiorentina og Inter þremur stigum á eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner