Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   mán 17. febrúar 2020 15:10
Magnús Már Einarsson
Casillas ætlar að bjóða sig fram sem forseti spænska sambandsins
Iker Casillas, fyrrum markvörður spænska landsliðsins, hefur ákveðið að bjóða sig fram sem forseti spænska knattspyrnusambandsins.

Hinn 38 ára gamli Casillas fékk hjartaáfall á æfingu hjá Porto í maí síðastliðnum og hefur ekki spilað fóbolta síðan þá.

Casillas ætlar nú að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta Luis Rubiales. Líklegt er að kosningar fari fram í haust.

Casillas tilkynnti um framboð sitt á Twitter í dag og notaði myllumerkið #IkerCasillas2020.

„Saman munum við láta sambandið okkar verða það besta í heimsfótboltanum," sagði Casillas í dag en 23 þúsund aðilar hjá spænskum félögum hafa atkvæðisrétt í kjörinu.
Athugasemdir
banner