Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 17. febrúar 2020 15:10
Magnús Már Einarsson
Casillas ætlar að bjóða sig fram sem forseti spænska sambandsins
Mynd: Getty Images
Iker Casillas, fyrrum markvörður spænska landsliðsins, hefur ákveðið að bjóða sig fram sem forseti spænska knattspyrnusambandsins.

Hinn 38 ára gamli Casillas fékk hjartaáfall á æfingu hjá Porto í maí síðastliðnum og hefur ekki spilað fóbolta síðan þá.

Casillas ætlar nú að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta Luis Rubiales. Líklegt er að kosningar fari fram í haust.

Casillas tilkynnti um framboð sitt á Twitter í dag og notaði myllumerkið #IkerCasillas2020.

„Saman munum við láta sambandið okkar verða það besta í heimsfótboltanum," sagði Casillas í dag en 23 þúsund aðilar hjá spænskum félögum hafa atkvæðisrétt í kjörinu.
Athugasemdir
banner