Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. apríl 2021 15:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Bayern með sjö stiga forskot - Alfreð sneri aftur
Musiala gerði tvennu.
Musiala gerði tvennu.
Mynd: Getty Images
Alfreð Finnbogason í leik með íslenska landsliðinu.
Alfreð Finnbogason í leik með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bayern München styrkti stöðu sína á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með sigri á Wolfsburg á útivelli í dag.

Jamal Musiala, sem varð 18 ára í febrúar, skoraði tvennu fyrir Bayern í leiknum. Eric Choupo-Moting var einnig á skotskónum en lokatölur í þessum leik voru 3-2 fyrir Bayern sem er á toppnum núna með sjö stiga forskot eftir að RB Leipzig gerði jafntefli við Hoffenheim í gær.

Bayern var sterkari aðilinn í dag en Wolfsburg gaf þeim alvöru próf. Þeir stóðust þó prófið og eru með gott forskot þegar fimm leikir eru eftir.

Alfreð Finnbogason sneri aftur eftir þriggja mánaða fjarveru vegna meiðsla. Hann kom inn á sem varamaður á 65. mínútu þegar Augsburg gerði markalaust jafntefli við Arminia Bielefeld.

Þá vann Borussia Mönchengladbach öruggan sigur á Eintracht Frankfurt sem er í fjórða sæti, Union Berlín lagði Stuttgart og Freiburg fór illa með botnlið Schalke.

Borussia M. 3 - 0 Eintracht Frankfurt
1-0 Matthias Ginter ('10 )
2-0 Jonas Hofmann ('60 )
3-0 Ramy Bensebaini ('67 )

Wolfsburg 2 - 3 Bayern
0-1 Jamal Musiala ('15 )
0-2 Eric Choupo-Eric Choupo-Moting ('24 )
1-2 Wout Weghorst ('35 )
1-3 Jamal Musiala ('37 )
2-3 Maximilian Philipp ('54 )

Freiburg 4 - 0 Schalke 04
1-0 Lucas Holer ('7 )
2-0 Roland Sallai ('22 , víti)
3-0 Christian Gunter ('50 )
4-0 Christian Gunter ('74 )

Union Berlin 2 - 1 Stuttgart
1-0 Grischa Promel ('20 )
2-0 Petar Musa ('43 )
2-1 Philipp Forster ('49 )

Augsburg 0 - 0 Arminia Bielefeld
Athugasemdir
banner
banner
banner