Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. apríl 2021 20:35
Victor Pálsson
Werner sáttur með stoðsendingarnar
Mynd: Getty Images
Timo Werner, leikmaður Chelsea, mun glaður halda áfram að leggja upp mörk á liðsfélaga sína frekar en að skora þau.

Werner hefur lagt upp þónokkur mörk á þessu tímabili og bauð upp á stoðsendingu á Hakim Ziyech í 1-0 sigri á Manchester City í undanúrslitum bikarsins í dag.

Werner hefur aðeins skorað tvö mörk fyrir Chelsea síðan í nóvember og hefur verið rólegur fyrir framan markið.

„Ég hef lagt upp fleiri mörk en ég hef skorað sem er óvenjulegt fyrir mig síðustu ár. Svo lengi sem það hjálpar liðinu þá er það í lagi," sagði Werner.

„Það var gott að ná að senda boltann rétt á Hakim. Ég tel að tvö bestu lið Englands hafi mæst í þessum leik, þetta var 50-50 leikur."

„Við unnum því við sóttum með skyndisóknum og náðum inn einu marki. Að lokum náðum við að verjast mjög vel eins og í öðrum leikjum undanfarið. Ég held að það sé hægt að segja að betra liðið hafi unnið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner