Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   mið 17. apríl 2024 22:29
Brynjar Ingi Erluson
Valverde og Kimmich bestir í kvöld - Haaland slakastur á Etihad
Valverde með verðlaunin í kvöld
Valverde með verðlaunin í kvöld
Mynd: Getty Images
Kimmich var í skýjunum með styttuna
Kimmich var í skýjunum með styttuna
Mynd: Getty Images
Federico Valverde var besti maðurinn á Etihad-leikvanginum er Real Madrid henti ríkjandi Evrópumeisturum Manchester City úr leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Úrúgvæski miðjumaðurinn fær 8 fyrir framlag sitt í kvöld en hann var ótrúlegur í liði Madrídinga.

Nacho Fernandez, sem kom inn í vörnina í stað Aurelien Tchouameni, átti stórleik. Hann fær einnig 8 fyrir sína frammistöðu.

Erling Braut Haaland var slakasti maður vallarins með 5 en hann var tekinn af velli áður en framlengingin hófst.

Man City: Ederson (7), Walker (7), Akanji (6), Dias (7), Gvardiol (7), Rodri (6), De Bruyne (7), Bernardo (6), Foden (6), Grealish (6), Haaland (5).
Varamenn: Doku (7), Alvarez (6).

Real Madrid: Lunin (7), Carvajal (7), Nacho (8), Rudiger (7), Mendy (7), Kroos (7), Valverde (8), Camavinga (7), Rodrygo (7), Bellingham (7), Vinicius (7).
Varamenn: Dias (6), Modric (6), Vazquez (6).

Markaskorarinn Joshua Kimmich var bestur í 1-0 sigri Bayern München á Arsenal.

Hann skoraði sigurmarkið með skalla í seinni hálfleik og átti almennt mjög góðan leik. Sky gefur honum 7 eins og flest öllum leikmönnum liðsins.

Hann fékk þá verðlaunin sem maður leiksins frá UEFA eftir leik.

Bayern Munich: Neuer (6), Kimmich (7), De Ligt (7), Dier (7), Mazraoui (7), Laimer (7), Goretzka (7), Sane (7), Musiala (7), Guerreiro (7), Kane (6).
Varamenn: Kim (6).

Arsenal: Raya (7), White (6), Saliba (7), Gabriel (7), Tomiyasu (6), Rice (7), Jorginho (6), Odegaard (7), Saka (6), Havertz (6), Martinelli (7).
Varamenn: Trossard (6), Jesus (6).
Athugasemdir
banner