Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 17. maí 2022 11:07
Elvar Geir Magnússon
Spænska lögreglan býst við 100 þúsund stuðningsmönnum Rangers
Stuðningsmenn Rangers í sólinni.
Stuðningsmenn Rangers í sólinni.
Mynd: Getty Images
Úrslitaleikurinn í Evrópudeildinni fer fram í Sevilla annað kvöld þar sem skoska liðið Rangers leikur gegn Eintracht Frankfurt frá Þýskalandi.

Leikurinn verður á Estadio Sanchez Pizjuan leikvangnum sem tekur aðeins 42.700 áhorfendur en spænska lögreglan telur að 150 þúsund stuðningsmenn mæti til borgarinnar.

Lestar sem hafa verið að koma frá Madríd og Malaga eru pakkfullar og götum í kringum leikvanginn verður lokað af öryggisástæðum.

Þetta er fyrsti úrslitaleikur Rangers í Evrópukeppni í fjórtán ár og geigvænleg eftirvænting meðal stuðningsmanna. Talið er að um 100 þúsund Rangers aðdáendur verði í Sevilla.

Fjölmargir stuðningsmenn munu safnast saman á Estadio La Cartuja leikvangnum þar sem þeir áhorfendur sem ekki fengu miða á leikinn geta horft á hann á risaskjá.

UEFA lét aðeins 9.500 miða til stuðningsmanna hvors liðs en hinir miðarnir fara til styrktaraðila og annarra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner