Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 17. maí 2022 15:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þriggja manna teymi hjá HK í næsta leik
Lengjudeildin
Ómar Ingi var aðstoðarmaður Brynjars Björns.
Ómar Ingi var aðstoðarmaður Brynjars Björns.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á sunnudag var tilkynnt að Brynjar Björn Gunnarsson hefði verið ráðinn þjálfari sænska félagsins Örgryte og væri því ekki áfram þjálfari HK.

Fótbolti.net ræddi við Frosta Reyr Rúnarsson formann knattspyrnudeildar HK í dag.

Frosti greindi frá því að þriggja manna teymi; Ómar Ingi Guðmundsson, sem var aðstoðarþjálfari Brynjars, Kári Jónasson og Daði Rafnsson myndu sjá um liðið næstu daga.

„Þeir eru ábyrgir fyrir æfingum vikunnar og næsta leik á meðan við erum að vinna í því að ráða réttan aðila sem við teljum að henti okkur," sagði Frosti.

Næsti leikur HK er gegn Gróttu á útivelli á fimmtudag.

Eruði með einhver nöfn á blaði? „Ekkert sem við erum að gefa upp út á við."

„Við viljum bara vanda til verka og erum að hugsa til lengri tíma. Við viljum hafa stöðugleika í okkar starfi og horfa í hvaða þjálfari hentar okkur best fyrir næstu ár."


Viktor Bjarki Arnarsson var aðstoðarmaður Brynjars áður en hann hélt yfir í KR og tók við yfirþjálfarastöðu í Vesturbænum í vetur. Hafiði heyrt í KR og spurst fyrir um Viktor?

„Við ætlum ekki að gefa upp neitt við hverja við erum að tala eða eitthvað slíkt. Viktor Bjarki gerði fína hluti með Brynjari," sagði Frosti að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner