sun 17. júlí 2022 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rotherham
„Það pælir enginn eins mikið í þessu og þið"
Icelandair
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir er nýr varafyrirliði íslenska landsliðsins.

Þetta var ákveðið rétt fyrir Evrópumótið, en hún hefur fengið fyrirliðabandið þegar Sara Björk Gunnarsdóttir hefur farið af velli í leikjum Íslands á mótinu til þessa.

„Hefurðu séð Glódísi? Þetta er mesti leiðtogi sem ég veit um, og Sara Björk. Þú færð ekki betri leiðtoga. Það er algjör heiður að þær séu með þetta band. Það var heiður fyrir mig að vera með þetta band, en ég gæti ekki valið betri fyrirliða," sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir þegar hún var spurð út í Glódísi í gær.

Glódís, sem hefur spilað yfir 100 A-landsleiki, var á fréttamannafundi í dag þar sem undirritaður spurði hana hvernig það væri að vera varafyrirliði Íslands.

„Þið elskið að spyrja út í þetta. Það pælir enginn eins mikið í þessu og þið," sagði Glódís létt.

„Það er gríðarlegur heiður, en eins og hefur verið talað um eru margir leiðtogar í hópnum. Það skiptir ekki öllu máli hver er með þetta band, það eru allir að skila sínum hluverkum vel. Þetta er bara eitthvað formsatriði."

Ísland mætir Frakklandi klukkan 19:00 að íslenskum tíma á morgun.
Gunnhildur um fyrirliðaskiptin: Hefurðu séð Glódísi?
Athugasemdir
banner
banner
banner