Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   lau 17. ágúst 2019 20:36
Mist Rúnarsdóttir
Fríða: Hringdi í Olgu fyrir leik
Kvenaboltinn
Fríða skoraði fyrra mark Selfoss
Fríða skoraði fyrra mark Selfoss
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er einn af sigrunum okkar. Vinnusigur. Við gefumst aldrei upp og við vissum að færin myndu koma. Þóra var svo góð að klára þetta í lokin,“ sagði Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður Selfoss og Mjólkurbikarmeistari 2019, eftir 2-1 sigur á KR í framlengdum úrslitaleik.

Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 KR

Hólmfríður, eða Fríða, eins og hún er alltaf kölluð, skoraði mikilvægt jöfnunarmark KR eftir magnað einstaklingsframtak. Hún segist hafa leitað ráða hjá markadrottningu mikilli fyrir leik.

„Ég hringdi í Olgu Færseth fyrir leikinn og hún sagði mér að keyra á þær ef ég myndi fá svæði, sem ég gerði þegar ég skoraði markið. Hún er KR-ingur en stundum þarf maður að leita í reynslumeiri leikmenn og ég tileinka henni þetta mark.“

Fríða hrósaði svo stuðningsfólki Selfoss sem fjölmennti á leikinn og hvatti í leiðinni KR-inga til að styðja betur við bakið á stelpunum sínum.

„Þessi stuðningur er ólýsanlegur. Það er sama hvort það séu stelpur eða strákar á Selfossi. Í handbolta, fótbolta eða körfubolta. Bæjarfélagið styður við hvert lið alla leið. Mig langar að biðja KR-ingana um að gera það sama fyrir stelpurnar, því þær eiga það skilið. Þessir hörðu KR-ingar sem mæta á alla karlaleiki þurfa að fara að láta sjá sig á kvennaleikjum,“ sagði Fríða og bætti við að þessi bikarmeistaratitill væri sá sætasti sem hún hefur unnið.

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Fríðu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner