Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 17. ágúst 2019 20:36
Mist Rúnarsdóttir
Fríða: Hringdi í Olgu fyrir leik
Kvenaboltinn
Fríða skoraði fyrra mark Selfoss
Fríða skoraði fyrra mark Selfoss
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er einn af sigrunum okkar. Vinnusigur. Við gefumst aldrei upp og við vissum að færin myndu koma. Þóra var svo góð að klára þetta í lokin,“ sagði Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður Selfoss og Mjólkurbikarmeistari 2019, eftir 2-1 sigur á KR í framlengdum úrslitaleik.

Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 KR

Hólmfríður, eða Fríða, eins og hún er alltaf kölluð, skoraði mikilvægt jöfnunarmark KR eftir magnað einstaklingsframtak. Hún segist hafa leitað ráða hjá markadrottningu mikilli fyrir leik.

„Ég hringdi í Olgu Færseth fyrir leikinn og hún sagði mér að keyra á þær ef ég myndi fá svæði, sem ég gerði þegar ég skoraði markið. Hún er KR-ingur en stundum þarf maður að leita í reynslumeiri leikmenn og ég tileinka henni þetta mark.“

Fríða hrósaði svo stuðningsfólki Selfoss sem fjölmennti á leikinn og hvatti í leiðinni KR-inga til að styðja betur við bakið á stelpunum sínum.

„Þessi stuðningur er ólýsanlegur. Það er sama hvort það séu stelpur eða strákar á Selfossi. Í handbolta, fótbolta eða körfubolta. Bæjarfélagið styður við hvert lið alla leið. Mig langar að biðja KR-ingana um að gera það sama fyrir stelpurnar, því þær eiga það skilið. Þessir hörðu KR-ingar sem mæta á alla karlaleiki þurfa að fara að láta sjá sig á kvennaleikjum,“ sagði Fríða og bætti við að þessi bikarmeistaratitill væri sá sætasti sem hún hefur unnið.

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Fríðu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner