Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   lau 17. ágúst 2019 20:36
Mist Rúnarsdóttir
Fríða: Hringdi í Olgu fyrir leik
Kvenaboltinn
Fríða skoraði fyrra mark Selfoss
Fríða skoraði fyrra mark Selfoss
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er einn af sigrunum okkar. Vinnusigur. Við gefumst aldrei upp og við vissum að færin myndu koma. Þóra var svo góð að klára þetta í lokin,“ sagði Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður Selfoss og Mjólkurbikarmeistari 2019, eftir 2-1 sigur á KR í framlengdum úrslitaleik.

Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 KR

Hólmfríður, eða Fríða, eins og hún er alltaf kölluð, skoraði mikilvægt jöfnunarmark KR eftir magnað einstaklingsframtak. Hún segist hafa leitað ráða hjá markadrottningu mikilli fyrir leik.

„Ég hringdi í Olgu Færseth fyrir leikinn og hún sagði mér að keyra á þær ef ég myndi fá svæði, sem ég gerði þegar ég skoraði markið. Hún er KR-ingur en stundum þarf maður að leita í reynslumeiri leikmenn og ég tileinka henni þetta mark.“

Fríða hrósaði svo stuðningsfólki Selfoss sem fjölmennti á leikinn og hvatti í leiðinni KR-inga til að styðja betur við bakið á stelpunum sínum.

„Þessi stuðningur er ólýsanlegur. Það er sama hvort það séu stelpur eða strákar á Selfossi. Í handbolta, fótbolta eða körfubolta. Bæjarfélagið styður við hvert lið alla leið. Mig langar að biðja KR-ingana um að gera það sama fyrir stelpurnar, því þær eiga það skilið. Þessir hörðu KR-ingar sem mæta á alla karlaleiki þurfa að fara að láta sjá sig á kvennaleikjum,“ sagði Fríða og bætti við að þessi bikarmeistaratitill væri sá sætasti sem hún hefur unnið.

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Fríðu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner