Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. ágúst 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lampard: Framtíð Michy er hér
Batshuayi skoraði tvö mörk á undirbúningstímabilinu.
Batshuayi skoraði tvö mörk á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard var spurður út í framtíð belgíska sóknarmannsins Michy Batshuayi sem hefur ekki fengið mikið af tækifærum með Chelsea undanfarin ár.

Batshuayi er 25 ára og skoraði 6 mörk í 13 leikjum að láni hjá Crystal Palace eftir áramót. Hann hefur gert 13 mörk í 25 landsleikjum.

„Framtíð Michy er hér. Hann er einn af þremur sóknarmönnum í leikmannahópnum og mun fá tækifæri á tímabilinu. Það mikilvægasta er að Michy æfi vel og sé í nógu góðu standi til að spila eins og ég vill að sóknarmennirnir mínir spili," sagði Lampard.

„Hann er mjög góður leikmaður og er í byrjunarliðsbaráttu við Tammy (Abraham) og Ollie (Giroud)."

Framtíð ítalska bakvarðarins Davide Zappacosta er þó óljós. Hann vill fara aftur til Ítalíu en Roma tímir ekki að borga þær 25 milljónir evra sem Chelsea vill fá fyrir hann.

Chelsea fær Leicester í heimsókn í spennandi úrvalsdeildarslag á morgun.
Athugasemdir
banner
banner