Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. ágúst 2019 11:25
Ívan Guðjón Baldursson
Saliba þurfti að fara í aðgerð
Mynd: Arsenal
Mynd: Getty Images
Arsenal greiddi 27 milljónir punda fyrir William Saliba, ungan miðvörð Saint-Etienne, fyrr í sumar.

Franska félagið vildi ekki selja en samþykkti tilboð Arsenal með því skilyrði að fá ungstirnið að láni út leiktíðina.

Saliba mun missa af fyrstu 6 vikum tímabilsins eftir að hafa farið í aðgerð fyrr í vikunni.

Saliba er aðeins 18 ára gamall og þurfti að fara í aðgerð á læri vegna meiðsla sem hann hlaut undir lok síðasta tímabils.

Saliba hefur miklar mætur á Arsenal og valdi félagið framyfir Tottenham, enda hefur Arsenal afar sterka tengingu við Frakkland eftir langa dvöl Arsene Wenger við stjórnvölinn.

Hann spilaði 16 deildarleiki fyrir St-Etienne á síðustu leiktíð. Hann byrjaði síðustu sex leikina þar sem liðið vann fimm og fékk aðeins þrjú mörk á sig.

Saliba kemur af kamerúnskum ættum en hefur hingað til aðeins spilað fyrir yngri landslið Frakka. Hann á 22 leiki að baki, þar af fjóra með U19 og U20 liðunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner