Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Þróttara: „Ég vildi spila meira"
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Búin að vera erfiður kafli og lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Gaf okkur blóð á tennurnar að ýta þeim neðar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
banner
   sun 17. september 2023 16:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Arna Sif: Við eiginlega vonuðumst eftir því að fá þær
Kvenaboltinn
Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistari annað árið í röð.
Íslandsmeistari annað árið í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við ekki byrja vel. Ég veit ekki hvort það sé þreyta eða eitthvað. En við ræddum saman í hálfleik og komum betur út í seinni," sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, eftir sigur gegn FH í Bestu deild kvenna í dag, 3-1.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 FH

Arna skoraði annað mark Vals, markið sem skipti mestu máli í leiknum.

„Það var gríðarlega mikilvægt. Ég var þreytt og þegar ég er þreytt, þá er ég pirruð. Ég var orðin mjög pirruð þannig að það ágætt að ná þessu marki og ná að slaka á."

Valskonur eru búnar að tryggja sér titilinn en það eru enn tveir deildarleikir eftir.

„Þetta er ótrúlega skrítin tilfinning. Skrítnari tilfinning en ég hélt," segir Arna um það hvernig er að mótívera sig fyrir síðustu deildarleiki tímabilsins þegar titillinn er kominn í hús. „Eins og fyrir Stjörnuleikinn, þá var ég allan daginn að fara í fótbolta til að vinna þennan leik, en svo þegar við mættum... ég veit það ekki, það var einhver tilfinning sem kom til manns. Við erum að reyna að njóta þess að spila og verðum að hafa Meistaradeildina í huga, nota þetta sem undirbúning. Við verðum að klára þetta vel og á sannfærandi hátt."

Það var góð stemning á Hlíðarenda í dag og voru margir mættir í stúkuna til að sjá meistarana spila.

„Þetta er gríðarlega gaman. Ég er að þjálfa hjá félaginu líka þannig að það eru allir vinir manns og maður þekkir alla hérna. Það er ótrúlega skemmtilegt. Það er gaman í dag að það eru bæði lið að spila og það er gert smá úr því. Það er virkilega góð stemning."

Eftir nokkrar vikur spilar Valur einvígi sitt við St. Pölten frá Austurríki í einvígi um að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Það verkefni leggst vel í Örnu.

„Við eiginlega vonuðumst eftir því að fá þær. Ég held að þetta sé hörku séns. Ég kannast við eina þarna sem spilaði með mér í Þór/KA. Hún er gríðarlega góður leikmaður. Þetta verða hörkuleikir en ég held að við séum í góðum séns. Við verðum að vera vel undirbúnar," sagi varnarmaðurinn öflugi.

Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum í heild sinni hér að ofan þar sem Arna ræðir meðal annars um landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner