Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   sun 17. september 2023 16:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Arna Sif: Við eiginlega vonuðumst eftir því að fá þær
Kvenaboltinn
Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistari annað árið í röð.
Íslandsmeistari annað árið í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við ekki byrja vel. Ég veit ekki hvort það sé þreyta eða eitthvað. En við ræddum saman í hálfleik og komum betur út í seinni," sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, eftir sigur gegn FH í Bestu deild kvenna í dag, 3-1.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 FH

Arna skoraði annað mark Vals, markið sem skipti mestu máli í leiknum.

„Það var gríðarlega mikilvægt. Ég var þreytt og þegar ég er þreytt, þá er ég pirruð. Ég var orðin mjög pirruð þannig að það ágætt að ná þessu marki og ná að slaka á."

Valskonur eru búnar að tryggja sér titilinn en það eru enn tveir deildarleikir eftir.

„Þetta er ótrúlega skrítin tilfinning. Skrítnari tilfinning en ég hélt," segir Arna um það hvernig er að mótívera sig fyrir síðustu deildarleiki tímabilsins þegar titillinn er kominn í hús. „Eins og fyrir Stjörnuleikinn, þá var ég allan daginn að fara í fótbolta til að vinna þennan leik, en svo þegar við mættum... ég veit það ekki, það var einhver tilfinning sem kom til manns. Við erum að reyna að njóta þess að spila og verðum að hafa Meistaradeildina í huga, nota þetta sem undirbúning. Við verðum að klára þetta vel og á sannfærandi hátt."

Það var góð stemning á Hlíðarenda í dag og voru margir mættir í stúkuna til að sjá meistarana spila.

„Þetta er gríðarlega gaman. Ég er að þjálfa hjá félaginu líka þannig að það eru allir vinir manns og maður þekkir alla hérna. Það er ótrúlega skemmtilegt. Það er gaman í dag að það eru bæði lið að spila og það er gert smá úr því. Það er virkilega góð stemning."

Eftir nokkrar vikur spilar Valur einvígi sitt við St. Pölten frá Austurríki í einvígi um að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Það verkefni leggst vel í Örnu.

„Við eiginlega vonuðumst eftir því að fá þær. Ég held að þetta sé hörku séns. Ég kannast við eina þarna sem spilaði með mér í Þór/KA. Hún er gríðarlega góður leikmaður. Þetta verða hörkuleikir en ég held að við séum í góðum séns. Við verðum að vera vel undirbúnar," sagi varnarmaðurinn öflugi.

Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum í heild sinni hér að ofan þar sem Arna ræðir meðal annars um landsliðið.
Athugasemdir
banner