De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   sun 17. september 2023 16:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Arna Sif: Við eiginlega vonuðumst eftir því að fá þær
Kvenaboltinn
Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistari annað árið í röð.
Íslandsmeistari annað árið í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við ekki byrja vel. Ég veit ekki hvort það sé þreyta eða eitthvað. En við ræddum saman í hálfleik og komum betur út í seinni," sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, eftir sigur gegn FH í Bestu deild kvenna í dag, 3-1.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 FH

Arna skoraði annað mark Vals, markið sem skipti mestu máli í leiknum.

„Það var gríðarlega mikilvægt. Ég var þreytt og þegar ég er þreytt, þá er ég pirruð. Ég var orðin mjög pirruð þannig að það ágætt að ná þessu marki og ná að slaka á."

Valskonur eru búnar að tryggja sér titilinn en það eru enn tveir deildarleikir eftir.

„Þetta er ótrúlega skrítin tilfinning. Skrítnari tilfinning en ég hélt," segir Arna um það hvernig er að mótívera sig fyrir síðustu deildarleiki tímabilsins þegar titillinn er kominn í hús. „Eins og fyrir Stjörnuleikinn, þá var ég allan daginn að fara í fótbolta til að vinna þennan leik, en svo þegar við mættum... ég veit það ekki, það var einhver tilfinning sem kom til manns. Við erum að reyna að njóta þess að spila og verðum að hafa Meistaradeildina í huga, nota þetta sem undirbúning. Við verðum að klára þetta vel og á sannfærandi hátt."

Það var góð stemning á Hlíðarenda í dag og voru margir mættir í stúkuna til að sjá meistarana spila.

„Þetta er gríðarlega gaman. Ég er að þjálfa hjá félaginu líka þannig að það eru allir vinir manns og maður þekkir alla hérna. Það er ótrúlega skemmtilegt. Það er gaman í dag að það eru bæði lið að spila og það er gert smá úr því. Það er virkilega góð stemning."

Eftir nokkrar vikur spilar Valur einvígi sitt við St. Pölten frá Austurríki í einvígi um að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Það verkefni leggst vel í Örnu.

„Við eiginlega vonuðumst eftir því að fá þær. Ég held að þetta sé hörku séns. Ég kannast við eina þarna sem spilaði með mér í Þór/KA. Hún er gríðarlega góður leikmaður. Þetta verða hörkuleikir en ég held að við séum í góðum séns. Við verðum að vera vel undirbúnar," sagi varnarmaðurinn öflugi.

Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum í heild sinni hér að ofan þar sem Arna ræðir meðal annars um landsliðið.
Athugasemdir
banner