„Ég er mjög sáttur. Þetta gékk allt saman upp sem við vorum að fara gera. Þó þær hafi fengið eitthverja sénsa þá áttum við að vera bara búnar að loka þessu í fyrri hálfleik. Frábær leikur, stelpurnar frábærar, gerðu allt sem við vildum og ekki hægt að byrja um meira." sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA eftir 2-0 sigur á Þrótti í dag.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 - 2 Þór/KA
Hvað var það sem þið gerðuð vel í leiknum?
„Flest allt sem við ætluðum að gera. Mér fannst við verjast ágætlega, mér fannst pressan okkar ganga fínt í nýju kerfi og svo bara samvinnan, hvernig við unnum saman og héldum sterku leikmönnum þeirra í skefjum. Liðssigur."
Hvert stefnið þið í efri hlutanum?
„Stelpurnar settu sér markmið, þegar við náðum þessu stóra markmiði að komast í efri sex, það var það að enda í efstu fjórum held ég. Það er rosalegt markmið því þetta eru öflug lið sem við erum að keppa við. Öll liðin eru frábær. Það er bara að bæta okkur, bæta í vopnabúrið fyrir næsta tímabil, blóðga fleiri unga leikmenn, stilla strengina og fara fljúgandi út úr þessu."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir