Joao Pedro var ekki með Brighton gegn Ipswich um liðna helgi, mörgum Fantasy Premier League spilurum til mikils ama. Pedro var vinsælasta varan í landsleikjahléinu í Fantasy-leiknum vinsæla.
Hann var kallaður í brasilíska landsliðið og fékk högg í landsliðsverkefninu sem hélt honum frá vellinum um helgina.
Hann var kallaður í brasilíska landsliðið og fékk högg í landsliðsverkefninu sem hélt honum frá vellinum um helgina.
Hann er tæpur fyrir leikinn gegn Wolves í deildabikarnum á morgun.
„Við þurfum að sjá til á æfingu í dag, sjá hvort hann sé klár í að spila. Við viljum ekki taka neina áhætta með hann. Við tökum ákvörðun eftir æfingu hvort það sé rökrétt að hann spili eða ekki," sagði Fabian Hürzeler, stjóri Brighton, á fréttamannafundi í dag.
Pedro skoraði í tveimur leikjum í röð; geng Man Utd og Arsenal, og fékk svo kallið í landsliðið.
Hann er 22 ára og er á sínu öðru tímabli hjá Brighton. Hans annar landsleikur með Brasilíu kom gegn Paragvæ í síðustu viku.
Georginio Rutter verður ekki með Brighton á morgun þar sem hann spilaði í 1. umferð keppninnar með Leeds. Mats Wieffer gæti þá snúið aftur í liðið hjá Brighton eftir meiðsli.
Athugasemdir